Cool Wool
  • Rannsóknir og þróun
  • Samstarfsaðilar
  • Um okkur
    • Teymið okkar
    • Umhverfismál
  • English
  • Menu
  • Facebook
  • Twitter

Ábyrgð Ný hugsun Sjálfbærni Umhverfi

Þróun vistvænna umbúðalausna

Um okkur

Cool Wool er leiðandi fyrirtæki á sviði þróun einangrunar í kælipakkningar úr sauðfjárull.

Cool Wool er fyrirtæki sem leggur áherslu á umhverfisvænar kælipakkningar og hefur undanfarin þrjú ár unnið að þróun kælipakkninga sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

Mikilvægt er í allri þróunarvinnu að vinna náið með fyrirtækjum og öðrum samtökum hérlendis sem og erlendis við að þróa vistvænar pökkunar lausnir.

Samstarf af þessu tagi er mikilvægt skref til að ná fram sjálfbæru samfélagi þar sem meiri áhersla er lögð á möguleika endurnýtanlegra efna.

Nýlega hóf  Cool Wool samstarf við Fraunhofer ISC í þýskalandi, sem er leiðandi rannsóknar og þróunar stofnun á sviði hagnýts iðnaðar.  Hjá Fraunhofer starfa 26,600 starfsmenn.

Samstarf Fraunhofer og Cool Wool hefur leitt til nýrra þekkingar og nýsköpunar við þróun vistvænna umbúða með sjálfbærni að leiðarljósi sem eru 100% endurvinnanleg, rekjanlegar pakkingar með innbyggðri hitavöktun.

Vistvænu kæli boxin frá Cool Wool er ætlað að gjörbylta hvernig ferskum fiski er pakkað. Hin fullkomna lagskiptin vistvænna efna með sauðfjárull sem einangrunarlag til að hindra áhrif umhverfishita eru úr sterku efni sem er um leið vatnsheldið.

Kælipakkningar frá Cool Wool eru ekki aðeins betri fyrir umhverfið,  heldur hafa prófanir einnig sýnt að þessar pakkningar halda vörum köldum lengur en hefðbundnar pakkningar á markaði.

Þróunarferli Fraunhofer og Cool Wool byggist á þremur stoðum: 100% enduvinnanleg efni, náið samstarf við eigendur og vísindamenn.

.

Rannsókna og þróunar styrkir

 

Okkar markmið

Í dag stöndum við frammi fyrir miklum áskorunum vegna umhverfismengunar.  Hluti af vandanum er að við viðurkennum ekki að hluti af vandum  hefst hjá einstaklingum.   Við þurfum að breyta lífsstíl okkar þannig að við getum leyst þennan vanda. Byrjum á því að  samþykkja að umhverfismengun er vandamál og lífsstíll okkar hefur áhrif. Ríkisstjórnin þarf einnig að setja reglur um plastnotkun ef eitthvað á að breytast. Einkafyrirtæki gegna mikilvægu hlutverki við að umbreyta hugsun og val þeirra sem reiða sig á kælipakkningar með því að skora á hið hefðbundna.

Við hjá Cool Wool trúum því að sjálfbær efnhagslegur vöxtur sé mikilvægt skref fyrir hagsæld jarðarbúa.  Það að skipta náttúruvænum úrræðum út fyrir plast er mikilvægt skref.  

 

Megin hugmyndafræði Cool Wool er að nýta þær náttúruauðlindir sem eru til staðar hér á landi og umbreyta þeim í verðmæti. Við viljum taka þátt í að uppfylla markmið um hreinleika og lífvænleika og vörnum gegn mengun sjávar með því að taka skref í átt að grænu samfélagi  sem er í samræmi við leiðarvísir Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „Roadmap for a Strategy on Plastics in a Circular Economy“, þar sem kallað er eftir auknum forvörnum og endurvinnslu

Cool Wool tekur  þátt í að uppfræða  um skaðsemi plastefna á lífríki sjávar.


SAGA – Cool Wool ehf. (CW) var stofnað með það að markmiði að markaðssetja vistvæn kælibox fyrir fiskiðnaðinn. Cool Wool var stofnað af Önnu Maríu Petursdóttur árið 2017, sem hefur víðtæka þekkingu á sviði textíliðnaðaðar og nýsköpunar. Meðvituð um þá staðreynd að annars flokks ull er fargað sem nýtist ekki textíliðnaðinum, sá hún tækifæri til að vinna verðmæti úr þessu efni.  Með þróunum og rannsóknum varð til ný gerð vistvænna kælipakkninga unnum úr annarsflokks sauðfjárull og sérunnum pappa.

Við þróun á frumgerð vann Cool Wool náið með leiðandi laxeldisfyrirtækjum á Íslandi með það að markmiði að ná yfir þær kröfur sem eru gerðar til kælipakkninga á flutningsleið. Í þessari þróunarvinnu var haft að leiðarljósi styrkleiki, vatnsheldni, einangrun og verð kælipakkninga. Einnig var unnið með Íslenskum textíliðnaði sem kaupir ull beint frá bændum á Íslandi og einnig flutningsaðilum, þ.m.t. Eimskip og Iceland Cargo.

Cool Wool hefur frá 2017 unnið með sænska pökkunarfyrirtækinu Billerudkorsnas við þróun pappa í pakkningar CW Box og nýlega hóf Cool Wool samstarf við Fraunhaufer Institute for Silicate við þróun á frumgerð kælipakkninga þar sem áherslan verður á að þróa 100% vatnshelda lausn sem er um leið sterk, létt og hefur hátt einangrunar gildi. Nýverið hefur Cool Wool í samstarfi við Fraunhofer þróað „Cold breach tækni“ sem hluti af  CW Box.  Þessi nýja lausn mun gjörbylta kælikeðju fiskútflutnings.

Hafðu samband

Cool Wool

Lækjargata 2,
101 Reykjavík

Sími 895-5299

Teymið okkar

 

TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐUR

Cool Wool is proudly backed up by Technology Development Fund

Seal of Excellence
Cool Wool has received funding from the European Union´s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No.: 875944. With this grant Cool Wool is conducting a feasibility study of the project BLUE to ensure successful completion of our product. BLUE change the game in the way fresh fish is exported to help fish exporters offer sustainable cooling packaging of their products that are waterproof, strong with high insulation affect
© Copyright - Cool Wool - Enfold WordPress Theme by Kriesi
Scroll to top