Anna María Pétursdóttir

Anna María Pétursdóttir

Framkvæmdastjóri og stofnandi

Anna María Pétursdóttir er frumkvöðull sem hefur tekið þátt í fjölmögrum leiðandi verkefnum bæði á íslandi, Svíþjóð og Noregi. Anna María er stofnandi og framkvæmdastjóri Cool Wool ehf.

Hún hefur viðtæka reynslu af störfum í atvinnulífinu og á sviði nýsköpunar, hefur m.a. starfað sem ráðgjafi fyrir Nordic Innovation í verkefnum á sviði opinnar nýsköpunnar. Verkefnastjóri hjá Vinnova í Svíþjóð í rannsóknarverkefni sem tengjast sjálfbærni í fiskiðnaði. Anna María hefur yfirgrips mikla þekkingu atvinnulífinu og hinu opinbera bæði sem stjórnandi og sem frumkvöðull.

Áður starfaði Anna María sem forstöðumaður hjá Coca Cola á Íslandi, forstöðumaður hjá Seðlabanka Íslands og sviðsstjóri við Háskóla Íslands. Hún hefur birt margar greinar um nýsköpun og stjórnun í fræðigreinum og opinberum miðlum.
amp@cool-wool.com

Arnar Bjarnason Phd.

Arnar Bjarnason Phd.

Fjármálastjóri

Arnar Bjarnason er ábyrgður fyrir fjármálastjórn fyrirtækisins. Með 25 ára reynslu í fjárfestingum, fjármálum fyrirtækja og stjórnun ásamt reynslu af bankastarfsemi.

Arnar lauk doktorsprófi (Ph.D.) 1994. Doktorsritgerð Arnars fjallaði um útflutningshegðun og alþjóðavæðingu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Arnar hefur sinnt háskólakennslu um áratuga skeið og var m.a.prófessor við háskólann á Bifröst. Hann hefur birt ritrýndar fræðigreinar í viðurkenndum alþjóðlegum fræðiritum.

Arnar hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, svo sem: Landsvirkjunar, ALCAN á Íslandi, ICEMART, Ingvar Helgason hf., Netbankinn hf., Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., BYR sparisjóði og fl..

arnar@cool-wool.com

Sveinn Margeirsson Phd.

Sveinn Margeirsson Phd.

CDO

Sveinn Margeirsson er ábyrgur fyrir þróun og framleiðslu. Sveinn starfaði áður sem forstjóri Matís í 8 ár þar sem hann m.a. leiddi fjölmörg verkefni fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Sveinn er með Doktorspróf (P.hD.) í iðnaðarverkfræði frá DTU danska tækniháskólanum og GMP frá Harvard Business School.

Sveinn hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja og hjá Vísinda- og tækniráði. Sveinn hefur víðtæka reynslu af alþjóða rannsóknastarfi, hefur setið m.a í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins SCAR, sem vinnur að framtíðarsýn og greiningu á evrópsku lífhagkerfi og nýtingu afla á Íslandi. Sveinn er meðlimur og í stýrihópi um siðferðileg mál í vísindastarfi á Íslandi. Hann hefur stýrt mörgum verkefnum og unnið í mörgum stjórnum að vísindum og tækni.

sveinn@cool-wool.com

Helgi Edwald Jónsson

Helgi Edwald Jónsson

Verksmiðjustjóri

Helgi Edwald Jónsson er ábyrgur fyrir verksmiðjustjórn og framleiðslu Cool Wool. Hann hefur 15 ára reynslu sem verksmiðustjóri hjá stærsta fyrirtækis á sviði umbúðaframleiðslu á Íslandi. Helgi mun vinna náið með tæknilegum framkvæmdastjóra Cool Wool. Hann mun sinna daglegum rekstri verksmiðjunnar. Hann gegnir einnig hlutverki gæðastjóra og sér um framkvæmd gæðastefnu verksmiðjunnar. Helgi ber einnig ábyrgð á hráefniseftirliti og að þær rannsóknir og prófanir sem gera skal á afurðunum (lokaskoðun) séu framkvæmdar og skráðar.