Sauðfjárull
Sauðfjárullin er eitt besta náttúruvæna einangrunarefni sem fyrirfinnst. Sauðfé neytir lífræns kolefnis sem er í plöntunum og umbreytir því í ull og því er sauðfé hluti af kolefnishringrás jarðar. Hátt einangrunargildi ullarinnar stafar af eðliseiginleikum hennar og af því loftrými sem hún myndar. Ullin er einstakt efni með flókinni uppbyggingu og náttúrlega eiginleika. Rakadrægni ullarinnar er mikil sem þýðir að ullin dregur til sín raka allt að 35% af eigin þyngd án varmataps og losar einnig raka. Þessi eiginleiki ulllarinn virkar sem náttúrulegt hitastýringakerfi sem viðheldur stöðugu kulda eða hitastigi.
Íslenska ullin er að mörgu leiti sérstæð en það eru eiginleikar hennar þ.e. hversu togþolin og þjál hún er sem gerir hana hentugt efni í einangrunarpakkningar.
Við nýtum 2. flokk sauðfjárull og umbreytum í kælipakkningar. Með því að nýta sauðfjárullina sem einangrun fyrir ferskar vörur er verið að margfalda virðisauka bæði fyrir fyrirtæki sem reiða sig á stöðugt hitastig á flutningstíma og einnig vegna umhverfisáhrifa.
Rannsóknir og þróun
Kröfur um betri kælipakkningar úr vistvænum efnum hafa leitt til rannsókna og möguleika á að nýta sauðfjárull til notkunar í háþróaðar hitastýrðar kælipakkningar.
Síðn 2016 hefur Cool Wool unnið að tilraunum og þróun á vistvænum kælipakkningum. Þróun á kælipakkningum beinist að því að þróa vistvæn kælibox fyrir ferskan fisk sem geta haldið kælingu á bilinu innan við 4 °C á flutningstíma í allt að 96 klst. Þessi þróun er í samstarfi við laxeldiststöðvar hér á landi, Færyjum og í samstarfi við Fraunhofer í Þýskalandi.
Þróunarvinna Cool Wool hefur leitt til framleiðslu á virkri frumgerð sem mætir reglum og gæðakröfum við flutning á ferskum matvælum.
Allar rannsóknir Cool Wool benda til að einangrunargildi vistvænna pakkninga úr sauðfjárull viðhaldi kælingu betur en hefðbundin kælibox fyrir ferskan fisk sem eru á markaði í dag.