MARKMIÐ
Að búa til sjálfbærar, hagkvæmar og vistvænar umbúðarlausnir fyrir fiskiðnaðinn.
Markmið okkar er einnig að auka ávinning viðskiptavina okkar hvað varðar sjálfbærni og rekjanleika fisksins á flutningsleið, með byltingarkenndum vistvænum kælipakkningum.
ÁRANGUR
Frumgerð CW pakkninga hefur verið sannreynd. Niðurstöður sýna að ferskur fiskur helst kældur innan 4ºC í 72 klst, sami árangur EPS kassar. Ferskleiki hráefnis er undirstaða verðmætasköpunar.
SÝN
Að draga úr mengun hafsins með því að skipta út einnota plastumbúðum fyrir endurunnar og endurvinnanlegar umbúðir úr náttúrulegu hráefni. Með Cool Wool pakkningum (CW Box) aukum við verðmæti fiskafurða samhliða því að nota kælipakkningar unnar í anda hringrásar hagkerfisins.
Íslenskt hugvit og nýsköpun
Á komandi árum er fyrirséð að mikil aukning verður á flutningi matvæla sem reiða sig á kælipakkningar. Enn í dag byggja hefðbundnar kælipakkningar á 60 ára gamalli tækni þ.e. frauðplasti (Styrofoam). Því er löngu tímabært að huga að vistvænni umbúðum og hlutverki þeirra til að bæta umhverfisáhrif við flutning matvæla.
Einangrandi eiginleika ullar af sauðkindinni þekka allir Íslendingar. Við getum nýtt afgangsull sem fellur til við ullarframleiðslu til að búa til umbúðir fyrir ferskvöru og þar með dregið úr innflutningi á mengandi plastumbúðum.